Nýr aðalbókari

Soffía Hilmarsdóttir hefur verið ráðin aðalbókari hjá bókhaldsdeild Eignareksturs og tók hún til starfa í febrúar 2020.

Soffía lauk cand. Oecon prófi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands af endurskoðunarsviði.  Hefur starfað á Skattstofu Reykjavíkur, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Dunedin á Íslandi ehf, Stika ehf og Orku Energy Services ehf eftir að námi lauk.  Einnig tekið að sér sjálfstæð verkefni tengd fjármálum og bókhaldi.

Um Eignarekstur

Eignarekstur sérhæfir sig í þjónustu og rekstur við húsfélaga með það að markmiði að gera rekstur húsfélaga bæði markvissari og hagkvæmari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra. Starfsmenn Eignareksturs eru nú 8 talsins, þar af eru 5 starfandi hjá fjármálasviði félagsins.