Sigrún Konráðsdóttir ráðinn til Eignarekstur sem móttöku- og skrifstofustjóri

Sigrún Konráðsdóttir hóf störf hjá Eignarekstri í byrjun september. Hún er fædd og uppalin á sveitabæ í Ólafsfirði, byrjaði snemma að vinna og hefur unnið mikið við hin ýmsu störf. Rak sína eigin snyrtistofu, hefur reynslu af skrifstofustjórnun, bókhaldi, gjaldkerastarfi og móttöku viðskiptavina svo eitthvað sé nefnt. Sigrún hefur mikinn áhuga á sumarbústað sem þau fjölskylda eiga, handavinnu og söng. Er skipulögð, þolinmóð, glaðlynd og nákvæm.

Sigrún er frábær viðbót við starfshópinn á bak við Eignarekstur.