fbpx

Um okkur

Eignarekstur einfaldar og hagræðir málin
fyrir húsfélög og húseigendur.

Framúrskarandi þjónusta og lægra verð!

Eignarekstur er fjölskyldufyrirtæki sem tileinkar sér sjálfstæð og góð vinnubrögð. Hjarta fyrirtækisins er starfsfólkið sem keppist um að gera daginn eftirminnilegan með betri upplifun viðskiptavini.

Stefna

Stefna Eignareksturs er að uppfylla ávallt væntingar og þarfir viðskiptavina, veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Við leggjum áherslu á langtímasamband og viljum vera í góðum tengslum við viðskiptavininn. Við leggjum okkur fram við að setja okkur vel inn í sérhvert verkefni, til að fyrirbyggja misskilning, finna rétta lausn með sem fæstum milliliðum.

Sérstaða

Okkar sérstaða er að mæta þörfum viðskiptavinarins með framúrskarandi þjónustu og lægra verði. Við bjóðum upp á neyðarsíminn, Eignarekstur þjónusta á Facebook, verkbeiðnakerfi, netspjall og mínar síður.
Framtíðarsýn Eignareksturs er að gera viðskiptavini sína þá ánægðustu á íslenskum húsfélagaþjónustumarkaði.

Gildi Eignareksturs eru: Traust – Hagkvæmni – Samstaða

Starfsfólk

Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir, eigandi
Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir, eigandiFramkvæmdastjóri og stafrænn markaðssérfræðingureignarekstur@eignarekstur.is
Kraftmikill og drífandi orkubolti, skipulögð og skilvirk sem kemur með gleðina með sér inn í daginn. Elskar útiveru.
Oddur Ragnar Þórðarson, eigandi
Oddur Ragnar Þórðarson, eigandiSérfræðiráðgjöf og fundarstjórnuneignarekstur@eignarekstur.is
Oddur er mikill já-maður og þjónustulundaður. Hann hefur gaman af að skotveiði.

Bókhaldsdeild

Sigríður Björg Knútsdóttir
Sigríður Björg KnútsdóttirBókhaldsfulltrúi - bókhaldeignarekstur@eignarekstur.is
Talnaglögg og stundvís morgunhani. Er skipulögð, metnaðarfull og drífandi. Töffari með mótorhjólapróf.
Páll <br>Haraldsson
Páll
Haraldsson
Fjármálastjóri - bókhald eignarekstur@eignarekstur.is
Páll er talnaglöggur og nákvæmur morgunhani, fróður, hjálpsamur og góður leiðbeinandi. Fer reglulega í ræktina.
Hrefna Björk Sigvaldadóttir
Hrefna Björk SigvaldadóttirViðurkenndur bókari - bókhald eignarekstur@eignarekstur.is
Metnaðarfull, samviskusöm og sinnir bókhaldinu af alúð og nákvæmni. Elskar að standa út í vatni með veiðistöng í hönd.

Þjónustudeild

Stella Valdís Gísladóttir
Stella Valdís Gísladóttir Þjónustustjóri
Þjónustulunduð, skipulögð og klárar málin. Stundar Crossfit.
Viktoría Ósk Daðadóttir
Viktoría Ósk DaðadóttirGjaldkeri og þjónustufulltrúi
Viktoría er skipulögð, nákvæm og fljót að koma sér inn í hlutina. Býr til sultu og selur í verslanir í aukavinnu.
Íris Kjalarsdóttir
Íris KjalarsdóttirLögfræðingur og þjónustufulltrúieignarekstur@eignarekstur.is
Íris er jákvæð og úrræðagóð. Hún er rösk í starfi enda eru hennar áhugamál hlaup.

Starfsfólk Eignareksturs

Hrefna, Ragga, Oddur, Sigga, Stella og Viktoría. Á myndina vantar fjármálastjórann Pál Haraldsson og Írisi lögfræðing.
Aska sérstakur varðhundur Eignarekstur fyrir miðju.