Ráðgjöf

Markmiðið okkar er að veita persónulega,
trausta og umfram allt faglega þjónustu.

Okkar þjónusta felur í sér ráðgjöf, áætlanagerð og framkvæmdir á ýmsum málum húsfélaga. Húsreglur, umgengnisreglur, sorpgeymslur, hjóla- og vagnageymslur o.fl. eftir þörfum.

Við hjálpum ykkur með kaup og uppsetningu á myndavélakerfi í sameign. Leitum eftir hagkvæmum tilboðum í smærri viðhalds- og framkvæmdaverkefni. Við aðstoðum við áætlanir, tengjum þig við fagaðila og aðstoðum við val á framkvæmdaraðilum. 

Við veitum faglega sérfræðiráðgjöf fyrir húsfélög. Útvegum lögfræðiaðstoð á hagstæðum kjörum. Húsfélagaþjónustan okkar hjálpar húsfélögum með bókhaldið, áætlanir og framkvæmdir - allt í þeim tilgangi að einfalda lífið fyrir íbúa í fjöleignum.

  • Ráðgjöf við að setja og/eða endurskoða húsreglur/umgengnisreglur
  • Ráðgjöf um lausnir er varðar betri umgengni í sorpgeymslum
  • Ráðgjöf við uppsetningu á myndavélakerfi í sameign
  • Aðstoð við betra skipulag í hjóla- og vagnageymslum
  • Ráðgjöf við val framkvæmdaraðila