Bókhald

Við tryggjum góðan rekstur, gerum
áætlanir og fylgjum þeim eftir.

Okkur er umhugað um húsfélagið þitt. Við tryggjum góðan rekstur, gerum áætlanir og fylgjum þeim eftir. Greiðum reikningana og sjáum um innheimtuferlið fyrir hússjóð. Sækjum um endurgreiðslu á VSK og hjálpum við að koma á skipulagi með faglegum vinnubrögðum.

Markmið okkar er að láta íbúa húsfélagsins finna fyrir áhyggjuleysi og trausti. Þegar staðan er þekkt, skráningin skilvirk og samþykktar áætlanir til staðar geta fjármál húsfélagsins verið áhyggjulaust mál í traustum höndum. Við færum bókhald fyrir húsfélög með Dynamics NAV.

Við aðstoðum við greiningar, gerum rekstraráætlanir og veitum almenna ráðgjöf. Okkar verklag felur í sér reglulegar yfirferðir á úttektum, reikningum og samningum húsfélagsins.  Skilum ársreikningi og milliuppgjöri á hverju ári, sjáum um tryggingamálin og yfirlýsingar vegna sölu eigna.

 • Öll samskipti við banka
 • Árleg rekstraráætlun
 • Ráðgjöf um fyrirhugaðar framkvæmdir
 • Milliuppgjör á sex mánaða fresti
 • Greinargóður ársreikningur fyrir aðalfund
 • Húsfélagayfirlýsingar vegna sölu íbúða
 • Færa bókhald og greiða reikninga fyrir húsfélagið
 • Innheimta mánaðargjalda og eftirfylgni með húsgjöldunum
 • Löginnheimta, Innheimta ógreiddra húsgjalda
 • Regluleg yfirferð á útreikningum húsgjalda
 • Umsókn um endurgreiðslu á vsk. vegna framkvæmda