fbpx

Rafbílavæðing í fjölbýli

Við tryggjum góðan rekstur, gerum
áætlanir og fylgjum þeim eftir.

Rafbílahleðsla er eitt af grunnkerfum fjölbýlishúsa og eykur virði fasteigna.

Húsfélagi ber lögum samkvæmt að láta gera úttekt á hleðsluaðstöðu þegar ósk berst um uppsetningu bílarafhleðslu. Íbúar fjölbýlishúsa þurfa ekki samþykki annarra eigenda hússins til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla, nema um ræði að meira en helmingur bílastæða verði eingöngu til notkunar fyrir rafbíla. 

Gert er ráð fyrir að eigandi beri kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar við fjölbýlishús, sé um séreign hans að ræða. Þar sem um sameign er að ræða er hins vegar gert ráð fyrir sameiginlegum kostnaði allra þeirra eigenda mega nota stæðið og gildir þá einu hvort að það er áfram nýtt sem almennt bílastæði eða eingöngu til hleðslu rafbíla.

Minni hluti eigenda getur hins vegar krafist þess í undantekningartilfellum, að framkvæmdum verði frestað í allt að tvö ár á meðan safnað verði fyrir þeim í sérstakan framkvæmdasjóð.

Eins hafa húsfélög heimild til að krefjast hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar frá þeim eigendum sem nýta hleðslubúnað fyrir rafbíla.

Eignarekstur aðstoðar húsfélög:

  • við að komast í samband við sérfræðinga sem vinna að úttektaarskýrslu fyrir húsfélög með ástandsgreiningu og verk- og kostnaðaráætlun

  • gerir verðkannanir fyrir húsfélög og aflar tilboða hjá helstu seljendum rafhleðslukerfa á grundvelli fyrirliggjandi verk- og kostnaðaráætlunar

  • aðstoðar húsfélög við kynningu á tilboðum og tillögu um kaup á rafhleðslukerfi sem skal afgreiða á löglega boðuðum húsfundi, skv. 33. gr. fjöleignarhúsalaga

    Húsfélagið velur sjálft og semur við þjónustuaðila um rekstur rafhleðslukerfis en viðskiptavinir Eignareksturs fá hagstæðasta raforkuverð á markaði á hverjum tíma.
Image

© Hannað af Filmís