Deildarskipt bókhald
Við sérsníðum okkar þjónustu
að þörfum húsfélagsins!
Deildarskipting húsfélaga er hagræðing á rekstrarformi stórra húsfélaga með marga stigaganga, þar sem stigagangar eru sameinaðir undir eina kennitölu sem sér um allan rekstur húsfélagsins.
Hver stigagangur er sér deild í bókhaldi húsfélagsins, þannig er hægt að sjá rekstrarkostnað hvers stigagangs fyrir sig. Slík skipting gerir húsfélaginu kleift að halda húsgjöldum hverrar íbúðar í takt við kostnað hvers stigagangs fyrir sig, í stað þess að allir greiði það sama í húsgjöld án tillits til hvar stofnað var til kostnaðarins. En heildarrekstrarkostnaður húsfélagsins samanstendur af öllum stigagöngunum.
Sameining stigaganga undir eina kennitölu þýðir að aðeins þarf eina stjórn, einn aðalfund og einn ársreikning fyrir allt húsið.
Hagræðing:
-
Ein kennitala
-
Ein stjórn
-
Einfaldari rekstur
-
Meiri möguleikar á magnafslátti þjónustuaðila
-
Deildaskipt bókhald
-
Deildaskipt rekstraráætlun
-
Einn aðalfundur og einn ársreikningur
Hvað þarf að hafa í huga:
-
Stofna þarf kennitölu fyrir sameiginlega húsfélagið ef hún er ekki nú þegar til
-
Halda þarf fund í hverjum stigagangi fyrir sig
-
Stigagangar þurfa að gera upp rekstrarárið hjá sér
-
Ákveða þarf stofnupphæðir stigaganga út frá niðurstöðu rekstrarára þeirra
-
Stofna þarf bankareikninga fyrir félagið