Lög um fjöleignarhús
Í lögum er kveðið svo á um að í öllum
fjöleignarhúsum skuli vera húsfélag.
Hús með tveim eða fleirum séreignum (íbúðir, atvinnuhúsnæði eða aðrar eignir) kallast fjöleignarhús.
Í lögum er kveðið svo á um að í öllum fjöleignarhúsum skuli vera húsfélag og er þar öllum sameiginlegum málefnum eigenda leitt til lykta.
Hlutverk húsfélaga er fjölþætt
- Varðveisla, viðhald, endurbætur og rekstur sameignarinnar, svo hún fái sem best þjónað sameiginlegum þörfum eigenda.
- Stuðla að og framfylgja því með samþykktum, reglum og ákvörðunum að hagnýting hússins, bæði séreigna og sameignar, sé ávallt með eðlilegum hætti og þannig að verðgildi eigna haldist.
Skv. lögum eru allir eigendur sjálfkrafa félagsmenn í húsfélagi og geta því ekki synjað þátttöku sinni nema með sölu síns eignarhluta.
Eigendum er skylt að taka þátt í sameiginlegum kostnaði. Einungis 1/4 eigenda geta krafist þess að stofnaður skuli hússjóður til að standa straum af sameiginlegum kostnaði.
Fjöleignarhús telst í lögum þessum hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra.
Lögin má sjá í heild sinni hér:
26/1994: Lög um fjöleignarhús | Lög | Alþingi