Viltu starfa hjá Eignarekstri?
Eignarekstur leggur ríka áherslu á að fá hæft og traust starfsfólk til starfa hjá fyrirtækinu til framtíðar.
Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð, góðan starfsanda og sveigjanleika í vinnu.
Um vinnustaðinn
Hjá okkur starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi sem öllum líði vel í. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtileg og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku. Eignarekstur leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum.
Starfsfólki býðst fjölbreytt fræðsla, til að efla færni og þekkingu. Tækifæri eru einnig til staðar fyrir starfsfólk að sækja námskeið sem efla það í starfi. Félagið styrkir einnig íþróttaiðkun eða aðra heilsurækt starfsfólks.
Um Eignarekstur
Eignarekstur ehf. er annað stærsta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna. Fyrirtækið var stofnað haustið 2015 og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.
Gildi Eignareksturs eru hagkvæmni, samstaða og traust.
Stefna Eignareksturs er að uppfylla ávallt væntingar og þarfir viðskiptavina með það markmið að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Við leggjum okkur fram við að setja okkur vel inn í sérhvert verkefni, til að fyrirbyggja misskilning, finna rétta lausn með sem fæstum milliliðum. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda.
Viltu vinna hjá Eignarekstri?
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Fræðslustyrkur
- Öflug skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum