Mínar síður eigenda
Rafræn þjónustu- og upplýsingarveita.
Mínar síður eigenda er rafræn þjónustu- og upplýsingarveita á eignarekstur.is þar sem leitast er við að gera aðgengileg öll helstu gögn fyrir eigendur í hús- og rekstrarfélögum í þjónustu hjá Eignarekstri.
Eigendur og greiðendur þurfa að skrá sig inn með netfangi sínu þegar farið er inn í fyrsta sinn. Þeim er einnig heimilt að veita umboðshöfum aðgang að mínum síðum með því að slá inn kennitölu viðkomandi og veita samþykki. Í framhaldinu getur umboðshafi skráð sig inn á mínar síður með rafrænu skilríkjum.
Ef einhver vandkvæði koma upp við innskráningu minnum við á að hægt er að leita aðstoðar hjá þjónustuverinu okkar í netspjalli eða senda tölvupóst á eignarekstur@eignarekstur.is eða hringja í síma 566-5005.
Á mínum síðum eru öll helstu gögn viðkomandi hús- eða rekstrarfélags og í aðdraganda hús- og aðalfunda eru fundargögn aðgengileg eigendum, til upplýsingar og skoðunar fyrir fund.
Hvaða gögn er hægt að skoða?
Eigendur sjá m.a.:
- Húsgjöldin sín (greiðsluseðlar/kröfusaga)
- Fundargerðir
- Ársreikninga
- Kostnaðaráætlanir
- Tryggingarskírteini
- Ýmis gögn sem snúa að viðhaldi og framkvæmdum húsfélagsins
Stjórnarmenn sjá m.a.:
- Uppfærðan eigenda- og eignalista á hverjum tíma
- Önnur gögn sem snúa að stjórn húsfélagsins
Aðgangsstýringar
Innskráning inn á mínar síður er aðgangsstýrð til að tryggja gagnaöryggi. Notandi (eigandi/greiðandi) skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, s.s. í snjallsíma eða með auðkennisappi. Bæði einstaklingar og prókúruhafar fyrirtækja geta heimilað öðrum að fara með málefni viðkomandi einstaklings eða lögaðila inn á mínar síður.
Aðgengilegar upplýsingar auka gagnsæi og virði eigna
Mínar síður eigenda er mikilvægt skref í að veita eigendum fasteigna ítarlegar og gagnlegar upplýsingar og verður leitast við að efla hana enn frekar í framtíðinni því aðgengilegar upplýsingar auka virði eigna og þess njóta þá eigendur eigna sem tengjast hús- og rekstrarfélögum í þjónustu Eignareksturs. Kerfið er einfalt og þægilegt notkun. Gögnum er flokkað eftir tegund og tímaröð.