Fasteignaumsjón
Mánaðarleg heimsókn í áskrift. Þjónustuleið sem hentar vel fyrir húsfélög og atvinnuhúsnæði.
Fasteignaumsjón er þjónustuleið sem hentar vel fyrir húsfélög og atvinnuhúsnæði. Um er að ræða sértæka þjónustu sem tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignarinnar, stuðlar að lægri viðhaldskostnaði vegna reglulegs eftirlits og sér til þess að ástand fasteignarinnar sé sem allra best.
Fasteignaumsjón hentar húsf- og rekstrarfélögum sem eru >20 íbúðir eða fleiri og eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu.
Allir þekkja það að það getur verið erfitt að finna aðila í smávægileg verkefni eða enginn hefur tíma til að sinna því í húsinu. Þá er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur og vera með þjónustu sem sér um reglubundið eftirlit. Aðili frá fasteignaumsjón kemur á staðinn og sinnir öllu þessu helsta sem þarf að gera. Hann fer yfir ástand hússins og sinnir eftirliti. Innifalið í þjónustunni er:
Einu sinni í mánuði:
- Yfirferð á húsnæði/sameign
- Eftirlit með viðhaldsþörfum
- Eftirlit með gáma/ruslasvæði
- Skýrslugerð með tillögum að úrbótum í samráði við stjórn
- Skipt um perur
- Smyrja/fara yfir læsingar og lamir
- Stillir hurðapumpur
- Fá tilboð í ýmis verk
Létt húsvarðarskoðun - Eftirlit og ráðgjöf
Hentar hús- og rekstrarfélögum >20 íbúðum eða fleiri á höfuðborgarsvæðinu
- farið er vel og vandlega yfir sameign
- teknar myndir
- gerð greinagóð skýrslu
- hugmyndir að úrbótum og ráðleggingar
Fá tilboð