fbpx

100% endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu

Stjórnvöld hafa boðað til aðgerða vegna kórónaveirunnar sem nemur um tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu. Hækkunin kemur til góða bæði hús- og rekstrafélögum sem eru í framkvæmum eða hyggja á framkvæmdir á næstu mánuðum.

Gildistími breytingarinnar er frá 1. mars til 31. desember 2020 og nær hún til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við endurbætur, viðhald og nýbyggingar fasteigna. 

Hluti af þjónustu Eignareksturs er að sjá um og tryggja að endurgreiðslur af viðhaldsvinnu skili sér til húsfélaga sem hafa staðið í viðhaldsframkvæmdum. Um verulegar fjárhæðir getur verið að ræða, og þeim mun meiri á þessum tímum líkt og auking endurgreiðsluhlutfalls úr 60% í 100% gefur til kynna.

Eignarekstur aðstoðar viðskiptavini sína við val á framkvæmdaraðilum, boðar til löglegs húsfundar til að taka umræðu um rétta ákvörðun og fer yfir ferlið á fagmannlegum nótum með viðskiptavinum sínum.

© Hannað af Filmís