fbpx

Aðalfundartörn lokið

Það má segja að fundartörn starfsmanna Eignareksturs sé lokið. Búið er að halda rétt um 220 aðalfundi en örfáir vilja hafa fundinn í apríl og því eru þeir ennþá eftir.

Að því tilefni ætla starfsmenn Eignareksturs að halda árshátíð föstudaginn 31. mars og verður því lokuð skrifstofan eftir hádegi þann daginn. Bendum þeim viðskiptavinum á sem þurfa að ná í okkur að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verður erindum svarað um leið og skrifstofan opnar aftur á mánudag.

Lögum samkvæmt skal halda aðalfund ár hvert frá áramótum til aprílloka. Boða skal til aðalfunda skriflega og með sannarlegum hætti með minnst átta daga fyrirvara og mest tuttugu daga þar sem tilgreindur er bæði fundartími, fundarstaður og dagskrá fundarins.

Öll undirbúningsvinna gekk mjög vel. Allri ársreikningavinnu var lokið um miðjan mars og rekstraráætlanir voru kláraðar samhliða því. Undirbúningur hófst í nóvember og voru fyrirfram ákveðnar dagsetningar sendar út á formenn með ósk um athugsasemdir sem fyrst. Það fyrirkomulag gekk mjög vel. Ráðnir voru inn 6 fundarstjórar til viðbóta við þá sem fyrir voru og fóru þeir allir í Eignareksturskóla til að fara yfir allt sem ber að hafa í huga þegar halda skal aðalfund.

Með tilkomu flutninga Eignarekstur gvar hægt að halda fleiri fundi daglega heldur en áður en um 10 fundir voru haldnir að meðaltali daglega.  

Mikil áhersla hefur verið lögð á rafrænar fundarboðanir en stefnt er á að hætta pappír og verða umhverfisvæn fyrir næstu aðalfundartörn. Þeir sem ekki hafa nú þegar inn á mínar síður eru eindregið kvattir til að skrá netfang sitt með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum með snjallsíma eða íslykli.

© Hannað af Filmís