fbpx

Aðalfundartörn lokið - látum gott af okkur leiða

Formlega var flestum aðalfundum húsfélag í þjónustu Eignareksturs lokið í síðustu viku. Haldnir hafa verðið yfir 250 fundir víðsvegar um landið með mjög góðum árangri. Að því tilefni hefur Eignarekstur ákveðið að láta gott af sér leiða og gefur 40 páskamáltíðir að andvirði kr.100.000 til styrktar kaffistofu Samhjálpar.  

Um Samhjálp

 • Starfsemi Kaffistofunnar er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálfir.
 • Til Samhjálpar leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun.
 • Í Kaffistofu Samhjálpar sækir meðal annars fólk sem neytir áfengis- og fíkniefna auk fólks sem glímir við andleg og líkamleg veikindi af ýmsum toga.

Eignarekstur er stoltur styrktaraðili þessa málefnis.

 

Fróðleiksmolar marsmánaðar:  

 

Húseigendatrygging

Húsfélögum er bent á að hafa sameiginlega húseigendatrygginu, en sú tygging er skylda fyrir íbúðirnar í húsfélaginu. Það er hagur allra að vera með sameiginlega tryggingu vegna hagræðingar og hagkvæmni í rekstri.

Skilmálar tryggingafélga (almennt):

 • Vatnstjón
 • Fok- og veðurtryggig
 • Innbrotstrygging
 • Snjóþungatrygging
 • Sótfallstrygging
 • Gletrygging
 • Húsaleigutrygging

Gott er að skoða tryggingar á nokkura ára fresti. Þjónustuver Eignarekstur aðstoðar viðskiptavini við það og leitar tilboða í tryggingar sé þess óskað. 

 

Endurgreiðsla á vsk

Eigendur íbúðarhúsnæðis geta sótt um 35% endurgreiðslu af greiddum virðisaukaskatti af vinnu á verkstað, vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds.
Endurgreiðslan nær til vinnu á byggingarstað íbúðarhúsnæðis vegna:

 • nýbygginga
 • endurbóta
 • viðhalds

Almennt fellur undir ákvæðið öll sú vinna sem fram fer á staðnum, þó ekki sú vinna sem alla jafna er unnin á verkstæði eða vinna stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem eru skráningarskyldar í vinnuvélaskrá.

Hægt er að sækja um endurgreiðslur í sex ár talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist. 

Þjónustuver Eignarekstur sækir um endurgreiðslu vsk á öllum reikningum sem heyra þar undir fyrir viðskiptavini sína. 

© Hannað af Filmís