Aðalfundir húsfélaga og rekstrarfélaga, sem eru í þjónustu hjá Eignarekstri, hefjast 22 janúar næstkomandi.
Haldnir verða um 250 aðalfundir húsfélaga og hófst undirbúningur hjá starfsfólki í nóvember byrjun. Fundirnir eru lang flestir kl.18 og kl.20 frá mánudegi til og með fimmtudegi. Gert er ráð fyrir að haldnir séu 10 fundir á dag eða 40 fundir á viku. Í ár munu 12 fundarstjóra starfa í fundarteymi Eignareksturs. Þau munu ásamt Oddi Ragnari, annars eiganda Eignarekstur, öll hafa setið námskeið sem haldið er á vegum Eignareksturs þar sem farið er yfir helstu lög og reglur sem ber að hafa í huga við stýringu funda. Með tilkomu nýja skrifstofuhúsnæðisins í Krókhálsi 5A þá hefur Eignarekstur nú aðgang að 5 fundarsölum í samstarfi við Tónlistarskóla Árbæjar og síðan 3 fundarherbergi innan sýns rýmis.
Rafræn fundarboðun
Öll fundarboð verða send út rafrænt en með því erum við að minnka bréfpóst og kostnað við að póstsenda fundarboð. Að auki er það mun rekjanlegra að senda fundboðin út með tölvupósti frekar en að senda þau út með bréfpósti nema að þau séu í ábyrgðarpósti.
Lögum samkvæmt skal boða til aðalfunda skriflega og með sannanlegum hætti með minnst átta og mest tuttugu daga fyrirvara þar sem tilgreindur er bæði fundartími, fundarstaður og dagskrá. Mikilvægt er að fundarboð séu hengd upp í sameign.
Til að fá rafræn fundarboð þurfa eigendur að skrá sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli inn í „mínar síður“ (https://minn.eignarekstur.is/login) og færa inn tengiliðsupplýsingar sínar fyrir húsfélagið. Sjá hnapp efst til hægri á heimasíðu okkar, Eignarekstur.is. Öll gögn fyrir hvern aðalfund fara tímanlega inn á mínar síður. Þar má þá finna ársreikning ársins 2022 og rekstraráætlun fyrir árið 2023, ásamt fundarboði og öðrum gögnum sem leggja á fyrir fundinn.
Húsvarðarþjónustan lúxus
Við kynnum nýja þjónustuleið sem er glæsileg viðbót við þjónustdeild Eignareksturs. Lúxus er þjónustuleið sem hentar vel fyrir húsfélög og atvinnuhúsnæði. Um er að ræða sértæka þjónustu sem tryggir reglubundna umsjón með sameign
fasteignarinnar, stuðlar að lægri viðhaldskostnaði vegna reglulegs eftirlits og sér til þess að ástand fasteignarinnar sé sem allra best.
Lúxus er í boði fyrir öll húsfélög hvort sem þau eru í þjónustu hjá Eignarekstri eða ekki. Önnur þjónusta er í boði fyrir alla, hvort sem það er persónulegt fyrir íbúa, húsfélög, húsnæði eða atvinnurhúsnæði.
Allir þekkja það að það getur verið erfitt að finna aðila í smávægileg verkefni eða enginn hefur tíma til að sinna því í húsinu. Þá er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur og vera með þjónustu sem sér um reglubundið eftirlit. Aðili frá húsvarðarþjónustunni Lúxus kemur á staðinn og sinnir öllu þessu helsta sem þarf að gera. Hann fer yfir ástand hússins, sinnir eftirliti og gerir við eftir þörfum.
Innifalið í þjónustunni er:
Áhugasamir geta sent fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 566-5005. Hlökkum til að heyra frá ykkur.