fbpx

Breytingar á sorphirðu eru að hefjast

Reykjavíkurborg er að hefja innleiðingu breyttrar sorphirðu núna í lok maí og á henni að vera lokið í október. Um er að ræða ákvæði nýrra laga umhringrásakerfið sem alþingi samþykkti árið 2021 og tóku gildi í janúar á þessu ári.  Þetta er stórt framfararskref í umhverfis- og loftlagsmálum en stæðsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast. Lögin kveða m.a. á um að skylt verður að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili; pappír og pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang. 

Skipt verður út ílátum í hverjum borgarhluta fyrir sig en borgarhlutarnir eru níu talsins og er gert er ráð fyrir að tunnuskiptin taki að jafnaði þrjár vikur í hverjum borgarhluta.

 

Fyrirkomulag í fjölbýli

Mismunandi fyrirkomulag verður við fjölbýli og fer útfærsla eftir aðstæðum hverju sinni. Meginmarkmiðið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er og í flestum tilfellum verður leitast við að halda rúmmáli tunna óbreyttu, þ.e. að koma þeim fyrir á tunnum sem eru til staðar. Mismunandi útfærslur verða á fjölda tunna.



Hvað þarf ég að flokka:

Plastumbúðir – í tunnuna fer meðal annar snakkpokar, plastfilma, plastpokar, sjampóbrúsar

Pappír og pappi – í tunnuna fer meðal annars dagblöð, bréfpokar, pítsakassar, pappírsumbúðir

Matarleifar í tunnuna fer meðal annars eggjaskurn, matarleifar með beini, kaffikorgur, fiskiúrgangur 

Blandaður úrgangur – í tunnuna fer meðal annars: dömubindi, blautklútar, bleygjur, ryksugupokar 

Málmur (niðursuðudósir) og glerumbúðir (glerkrukkur)skal safna saman og fara með á næstu grenndarstöð.

 

Ílát í samræmdu flokkunarkerfi 

Strax að loknum tunnuskiptum í hverjum borgarhluta tekur nýja sorphirðukerfið gildi með vikulegri losun. Aðra vikuna verður hirt almennt sorp og lífrænan úrgang en hina vikuna pappír/pappi og plast. Nýju tunnunum fylgja jafnframt þar til gerðar körfur til að hafa innanhúss undir bréfpoka fyrir lífrænan úrgang. Bréfpokunum verður svo safnað í lífrænu tunnuna og eru þeir afhendir íbúum ókeypist til að byrja með. 

Meginmarkmiðið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er og verða tunnurnar tæmdar oftar. Samhliða gildistöku laganna verður líka öll flokkun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu samræmd.

Skilgreina þarf hvernig ílát verði sett við sérbýli og hvernig ílát verði sett við fjölbýli þar sem íbúar samnýta ílátin. Við 2-3 íbúða hús verða sett tvískipt ílát til að lágmarka rekstrarkostnað. Við fjölbýli verða sett eins hólfa ílát af mismunandi stærðum eftir því hvað hentar í viðkomandi sorpgeymslu m.t.t. hirðutíðni. Við fjölbýli eru nokkrar íbúðir við hvert ílát. 

Allmörg húsfélög í Reykjavík hafa komið sér upp djúpgámum og er lítið mál að aðlaga djúpgámana að nýja flokkunarkerfinu með því að merkja gámana með nýjum úrgangsflokkum, 

Jafnframt verður boðið upp á fleiri stærðir á gráum tunnum fyrir almennt sorp. Þar á meðal er nýtt 370 lítra ílát, sem er tæplega þriðjungi stærra en venjuleg grá tunna sem tekur 240 lítra og töluvert minna um sig en stóru 660 lítra sorpkerin. 

Í þeim húsfélögum þar sem er sorprenna þarf að ákveða hvort henni verði lokað eða hún notuð áfram. Ekki verður gerð krafa um að sorprennum verði lokað en mælst er til þess að tunna fyrir blandaðann úrgang verði sett undir, (grá tunna). Minni skaði hlýst af því að óflokkaður úrgangur lendi í þeirri tunnu en í tunnu fyrir pappa, plast eða lífrænan úrgang. 

Reykjavíkurborg hefur hvatt íbúa og húsfélög til að skoða hvert tilfelli fyrir sig eftir að breyting hefur átt sér stað og láta reyna á nýja kerfið áður en farið væri að huga að breytingum.

Þar sem ekki er komist hjá því að breyta sorpgeymslum eða þörf á annarskonar breytingum hvattir til að hafa samband á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Frekari upplýsingar og svör við algengum spurningum um innleiðingu nýja flokkunarkerfisins má finna á www.flokkun.is