Eignarekstur óskaði nýverið eftir tilboðum í söluhluta rafmagns fyrir öll húsfélög, í þjónustu félagsins. Fyrirtækið hefur áður farið í slíka vinnu til að veita húsfélögum betri kjör í krafti fjöldans en þá bauð Orkusalan best en sá samningur var að renna sitt skeið.
Það tilboð sem var hagstæðast var Straumlind en þeirra þjónusta felur í sér vöktun raforkuverðs á vef Aurbjargar.
Húsfélög í þjónustu Eignareksturs verða þannig vöktuð og Straumlind skuldbindur sig til að selja hverja kwst einum aur undir lægsta auglýsta verði vefsíðu Aurbjargar (https://aurbjorg.is/rafmagn)
Þannig verður það í dag að húsfélögum, í þjónustu Eignareksturs, býðst kwst 6,97 í stað t.d. Orkusölunnar sem auglýsir í dag 9,16 kwst og mun Straumlind síðan elta síðan lægsta verð á samningstímanum. Það er erfitt að bjóða betur, að okkar mati.
Þar sem þessi þjónusta er, að okkar mati, augljós hagræðing höfum við nú þegar óskað eftir flutningi allra húsfélaga yfir til Straumlindar. Í því samhengi eru orkuveitur viðkomandi húsfélaga núna að óska eftir álestri af rafmagnsmælum húsfélaganna.
Eignarekstur mælir eindregið með því að lesið sé á mæla húsfélaganna og staða send á viðkomandi orkuveitu. Vilji húsfélagið hins vegar ekki skipta um raforkuaðila þá má gjarnar vera í sambandi við starfsfólk Eignareksturs varðandi það.
Markmiðið með þessum breytingum er að húsfélög í húsfélagaþjónustu Eignarekstrar verði tryggt ódýrari raforka í gegnum samstarfið. Straumlind mun sjá til þess að sú hagkvæmni sé höfð að leiðarljósi.
Einn liður þessa verkefnis er að eigendum íbúða sé einnig tryggt aðgengi að samningum húsfélaganna og er þannig öllum viðskiptavinum Eignareksturs velkomið að setja sig í samband við Straumlind og ganga inn í sama samkomulag með sína séreign.
.