fbpx

Endurgreiðsla virðisaukaskatts lækkar úr 60% niður í 35% frá 1 júlí 2023

Frá og með 1 júlí 2023

Virðisaukaskattur fasteignaframkvæmda hefur fengist endurgreiddur að hluta eða í heild frá upphafi virðisaukaskattskerfisins. Fyrstu 6 árin fékkst skatturinn meira að segja að fullu endurgreiddur rétt eins og í heimsfaraldrinum þar til síðasta haust. Árið 1996 var svo hlutfallið lækkað niður í 60%.

Frá og með 1 júlí 2023 lækkaði hlutur til endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% niður í 35% en hlutfallið hefur aldrei verið eins lágt síðan árið 1990.
 
Umsókn vegna eldri tímabila
Áfram er hægt að sækja um 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. september 2022 til 30. júní 2023, næstu sex ár frá því endurgreiðsluréttur stofnaðist.

Eins er áfram hægt að sækja um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. mars 2020 til 31. ágúst 2022 í allt að sex ár frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist.
 
Hvernig sækir þú um endurgreiðslu vsk?
Hluti af þjónusta Eignareksturs er að sjá um og tryggja að endurgreiðsla af viðhaldsvinnu skili sér sem innborgun á bankareikning húsfélagsins.

Það er ekki hægt að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrr en reikningurinn er að fullu greiddur.

Ferli umsóknar um endurgreiðslu má finna á heimasíðu á www.skatturinn.is. Þar inni þarf að fylla út umsókn, láta fylgja með greiðslukvittun ásamt frumriti af reikningi frá verktaka. Reikningurinn þarf að vera fullgildur, með sundurliðun á vinnulið og efnislið.

Það er einungis hægt að sækja um endurgreiðslu af virðisaukaskatti af vinnuliðnum og verður verktaki að vera með VSK-númer. Gott er að kanna áður en að reikningurinn er greiddur að þetta skilyrði sé uppfyllt.
 
Virðisaukaskattur sem endurgreiðsla
Endurgreiðslan tekur til virðisaukaskatts vegna allrar vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhúsnæðis, þ.m.t. vinnu við framkvæmdir við lóð hússins, jarðvegslagnir umhverfis hús, girðingar, bílskúra og garðhýsa á íbúðarhúsalóð. Endurgreiðsla tekur á sama hátt til virðisaukaskatts vegna allrar vinnu manna við endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis.

Endurgreiðsla tekur bæði til virðisaukaskatts sem greiddur hefur verið samkvæmt reikningum verktaka vegna vinnu manna á þeirra vegum, og virðisaukaskatts sem byggingaraðili hefur samkvæmt byggingarbókhaldi sínu greitt af vinnu sinni og starfsmanna sinna, sbr. reglugerð nr.576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi.
 
Endurgreiðsla virðisaukaskatts á ekki við eftirfarandi tilfellum:
1. Vinnu veitufyrirtækja við lagnir að og frá húsi.
2. Vinnu stjórnenda vinnuvéla, jafnt þungavinnuvéla sem véla iðnaðarmanna o.fl. á byggingarstað.
3. Vinnu sem unnin er á verkstæði. Þá skal ekki endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu sem unnin er með vélum sem settar eru upp á byggingarstað til aðvinnslu á vöru eða efni til íbúðarbyggingar, endurbóta eða viðhalds ef þessi vinna er að jafnaði unnin á verkstæði eða í verksmiðju.
4. Hvers konar sérfræðiþjónustu, svo sem þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga og a tekta.
5. Vinnu við ræstingu, garðslátt, skordýraeyðingu og aðra reglulega umhirðu íbúðarhúsnæðis sem ekki verður talin viðhald eignar.
 
100% endurgreiðsla vsk af uppsettning hleðslustöðva og af hleðslustöðinni sjálfri  
Stjórnir húsfélaga og íbúðaeigendur, sem eru að kaupa vinnu við uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í eða við sitt fjölbýlishús eða heimili, fá virðisaukaskatt endurgreiddan að fullu af vinnu við uppsetningu hleðslukerfis sem og af hleðslustöðum.

Gildir þessi 100% endurgreiðsla til ásloka 2023. Ekki er vitað hvernig þetta verður á nýju ári.

5 manna þjónustuver Eignareksturs getur aðstoðað viðskiptavini sína við bæði ráðleggingar varðandi útfærslu og einnig að fá tilboð í verkið þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 566-5005.Hlökkum til að heyra frá ykkur.

© Hannað af Filmís