fbpx

Fjarfundir - framtíðin í húsfundum

Eignarekstur hefur tekið í notkun fjarfundarbúnað til að sinna aðalfundum og öðrum húsfundum á vegum húsfélaga í þeirra þjónustu. Þessi tækni hefur reynst afskaplega vel. 

Á fjarfundum jafnt og öðrum fundum eiga allar almennar aðferðir fundarstjórnunar við. 

Við fjarfundi húsfélaga er notast við Teams fjarfundarkerfi en þar er hægt að eiga myndsamtöl við marga í einu á einfaldan og þægilegan máta. Í byrjun fundar fer fundarstjóri yfir með þátttakendum sameiginlegar reglur um samskipti á fundinum. Undirskriftir vegna samþykktar og mætingalistar eru með rafrænum undirskriftum og fundargerð samþykkt með slíkum hætti einnig. 

Fundarboð er sent á löglegan hátt, linkur fjarfundarins fylgir fundarboðinu og ýtarlegar leiðbeiningar fylgja með um hvernig á að taka þátt í fjarfundinum. 

Fundargerð og gögn fundarins fara svo beint í framhaldi fundar inn á mínar síður húsfélagsins, öruggt svæði húsfélagsins inn á heimasíðu Eignareksturs. 

Þeim sem ekki treysta sér til að tengjast fundinum á netinu stendur til boða að mæta á skrifstofu Eignareksturs og sitja fundinn í viðurvist fundarstjóra. Að sjálfsögu er gætt er sérstaklega á að 2 metrar séu á milli fundargesta á meðan ástandið í .  

Fyrirkomulagið hefur verið talið sérstaklega þægilegt þar sem að betra skipulag virðist verða og fólk nær frekar að punkta niður hjá sér á meðan það hlustar, fær svo orðið og kemur þá með nokkur atriði í einu. 

Þessi nýjung mun væntanlega færast í aukana með tímanum og vera meira um slíka fundi í framtíðinni enda mjög þægilegt fyrirkomulag fyrir þá sem tileinka sér það.

 

© Hannað af Filmís