Undanfarnar vikur hefur undirbúningur fyrir jólamolapoka staðið yfir. Þetta er búið að vera skemmtilegt verkefni, tímafrekt en yndisleg samverustund.
Starfsfólk Eignarekstur tók sig til og keyrðu út öskjur með konfektmolum til allra húsfélaga sem eru í þjónustu Eignareksturs en þau eru yfir 200 talsins. Undirbúningur og útkeyrsla tók um 100 klst. Það hafa verið mjög góðar viðtökur hjá íbúum og ánægjulegt var að heimsækja alla okkar viðskiptavini sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar leiðir voru farnar eins og sjá má en það eru ekki öll húsfélög t.d með stigahús eða nógu stóra lúgu á póstkössunum. Þá var brugðið á það ráð að hengja molapoka á hurðarhúna, setja þá upp á póstkassana eða einfaldlega koma með öskju fulla af konfekti og setja inn í stigahúsin.
Við erum persónuleg og viljum með þessu vekja athygli viðskiptavina á því að húsfélögin eru með fjölmargar íbúðir þar sem hver og ein er okkar viðskiptavinur.
Gleðileg jól kæru íbúar, okkur hlakkar til áframhaldandi góðra samskipta á komandi árum.
Starfsfólk Eignareksturs
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.