Neyðarsími - Mínar síður - Netspjall & Þjónustugátt á Eignarekstur.is

Neyðarsími Eignareksturs er opinn allan sólahringinn s.612-5005. Húsfélög í þjónustu hjá Eignarekstri hafa nýtt sér þessa þjónustu í auknum mæli allt frá stofnun fyrirtækisins, en þessi þjónusta var eitt af þeim þjónustuliðum sem að stofnanda Eignareksturs fannst vanta í húsfélagaþjónustu á Íslandi. 

Í lok árs 2019 hóf Eignarekstur notkun á Mínum síðum. Á mínum síðum Eignareksturs geta íbúar sótt gögn sem tilheyra húsfélaginu ásamt því að nálgast reikninga vegna húsgjalda á öruggu einkasvæði. Húsfélagið getur því haldið utan um allt sitt á einum stað og eigendur nálgast gögn þegar þeim hentar. Hægt er að skrá sig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum eða með Íslykli. Fyrirtæki notast við Íslykil við sína innskráningu. Vert er að taka fram að einungis greiðendur húsgjalda komast inn á mínar síður. Inn á mínum síðum má finna fundargerðir, ársreikningar, rekstar- og framkvæmdaráætlanir, eignaskiptayfirlýsingar,  húsgjöld (greiðsluseðlar og kröfusaga), ástandsskýrslur o.fl sem við kemur húsfélaginu. Einnig má þar finna upplýsingar um yfirstjórn húsfélagsins hverju sinni. 

Netspjall á heimasíðu Eignarekstur hefur verið mikið notað en þar kemstu í beint spjall við starfsmenn Eignareksturs á milli kl. 8-19 alla virka daga. 

Undanfarin 2 ár hefur Eignarekstur notast við þjónustugátt sem er beiðnakerfi til að halda betur utan um öll þau verkefni sem starfsmenn Eignareksturs vinna fyrir sína viðskiptavini. Þjónustugáttin er opin allan sólahringinn.