fbpx

Nú kólnar í veðri og þá fer hálkan að láta bera á sér

Nú hefur hálkan gert vart við sig og þá ber að hafa í huga að salta bílaplön, tröppur og stíga við húsin okkar. Mikilvægt er að passa vel upp á að tröppur og bílaplön séu söltuð til að fyrirbyggja slys. 

Þjónustudeild Eignareksturs getur útvegað tilboð í bæði snjómokstur og söltun. Snjómokstur er hægt að hafa í áskrift sem felur í sér vöktun svæðisins sem er mokað um leið og þörf er á en einnig er hægt að fá tilboð í stök skipti.  

Við erum með fagleg fyrirtæki á skrá sem veita alhliða vetraraþjónustu fyrir hálkuvarnir, söltun og söndun ásamt almennum snjómokstri.

© Hannað af Filmís