fbpx

Sérfræðingar í húsfélagaþjónustu um land allt

Á dögunum birtist umfjöllun um Eignarekstur í vikublaðinu á Akureyri en Eignarekstur þjónustar einmitt húsfélög um land allt.
 
Hjónin Ragnhildur og Oddur Ragnar hafa á sl. 10 árum mótað Eignarekstur húsfélagaþjónustu með góðu teymi sérfræðinga. Áhersla er lögð á persónulega og faglega þjónustu í því mæli sem hentar hverjum og einum.

Húsfélagaþjónusta Eignareksturs felur í sér utanumhald fjármála, umsjón húsfunda og leiða við að lækka viðhalds- og rekstrarkostnað.

Eignarekstur þjónustar húsfélög víðs vegar um landið m.a. á Akureyri. Starfsmaður frá Eignarekstri kemur norður, útvegar fundaraðstöðu og hefur umsjón með fundunum. Sé þess óskað eru hentugir verktakar á skrá hjá Eignarekstri útvegaðir til að taka að sér ýmiskonar verkefni. Hægt er að sækjast eftir því að vera verktaki hjá okkur á meðfylgjandi síðu hvar á landinu sem er.

Veldu þá þjónustuleið sem hentar þínu húsfélagi best

Grunnþjónusta innifelur bókhaldsþjónustu og ársreikningagerð. Í Premiumþjónustu er einnig haldið utan um aðalfundi og húsfundi, boðun þeirra og framkvæmd ásamt ráðleggingum varðandi fjármögnunarmöguleika framkvæmda. Sú leið hefur verið vinsælust en erum við um þessar mundir að bæta við nýjum þjónustum og auka enn þjónustuframboð okkar.
Image

Húsfélög eru í eðli sínu lítil fyrirtæki sem þurfa gott utanumhald

Eftir að húsfélag kemur í þjónustu verður skrifstofa Eignareksturs í raun skrifstofa húsfélagsins þar sem bæði eigendur íbúða og hússtjórnir hafa aðgang að okkur. Tryggt er að eigendur nái fram rétti sínum, t.d. með því að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhaldsvinnu.

Hjá Eignarekstri er öflugt þjónustuver þar sem öllum beiðnum er svarað samdægurs, netspjall, Mínar síður með yfirliti yfir öll gögn húsfélagsins, glöggir bókarar og viðskiptamannakerfi sem heldur utan um samskipti og verkefni.

Þjónustum bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, allt frá 3 íbúðum upp í stór fjölbýlishús

Þegar húsfélag kemur í þjónustu er það fyrsta verk að fara yfir húsgjöldin og rekstur húsfélagsins. Þá er reynt að finna leiðir til að ná hagræðingu í rekstrinum. Það er oftar en ekki tækifæri í að lækka kostnaðinn með einhverjum hætti. Því má segja að það þurfi jafnvel ekki að hækka húsgjöldin til að fjármagna þjónustu Eignareksturs því oft næst umtalsverð kostnaðarlækkun á hagræðingu í rekstri húsfélags við fyrstu yfirferð.

Starfsfólk Eignareksturs leggur sig fram við að vinna fyrir kaupinu sínu og er verðinu stillt í hóf. Eignarekstur hefur yfir 10 ára reynslu við rekstur húsfélaga og búa starfsmenn því yfir þekkingu og reynslu við að takast á við ýmiskonar verkefni.
Oftar en ekki eru aðilar í stjórn sjálfboðaliðar sem hafa ekki alltaf tíma til að sinna málefnum húsfélagsins eða leysa úr erfiðum málum. Eignarekstur aðstoðar við hinn mannlega þátt sambýlisins í húsinu og losum stjórn húsfélagsins undan erfiðu málunum og að banka upp á hjá nágrannanum vegna t.a.m. brota á húsreglum, umgengni og bílastæðamála.

Margir viðskiptavinir okkar hafa lýst þessu sem svo að þegar húsfélag tekur skrefið við að koma í þjónustu til okkar sé eins og þungu fargi af því létt.

Þægileg og hagkvæm þjónusta þegar litið er á heildarmyndina“

© Hannað af Filmís