fbpx

Tími haustverka er genginn í garð

Haustlægðir fara að gera vart við sig með tilheyrandi roki og vatnsveðrum. Þá þarf að huga að frágangi á lausamunum, s.s. útihúsgögnum, grillum og stórum leikföngum eins og trampolínum.

Þakrennur og niðurföll

Það styttis svo í að tré og runnar felli lauf. Því viljum við líka minna stjórnir húsfélaga á að huga að eftirliti og hreinsun á þakrennum og niðurföllum, svo tryggt sé að laufblöð, drulla eða annað sé ekki að valda stíflum eða leka.

Hálkuvarnir og snjómokstur

Það þarf líka að huga tímanlega að hálkuvörnum og snjómokstri. 

Þjónustudeild Eignareksturs getur útvegað tilboð í bæði snjómokstur og söltun. Snjómokstur er hægt að hafa í áskrift sem felur í sér vöktun svæðisins sem er mokað um leið og þörf er á en einnig er hægt að fá tilboð í stök skipti.  

Við erum með fagleg fyrirtæki á skrá sem veita alhliða vetraraþjónustu fyrir hálkuvarnir, söltun og söndun ásamt almennum snjómokstri. Hafa samband hér.

Húsfélög bera ábyrgð og eru bótaskyld ef lausamunir fjúka og valda skemmdum. 

© Hannað af Filmís