fbpx

Viðhaldsframkvæmdir - núna er rétti tíminn!

Breytingar hafa orðið á endurgreiðsluhlutfalli af virðisaukaskatti vegna vinnu. Þessar breytingar hafa í för með sér að nú er virðisaukaskattur af vinnulið 100% endurgreiddur í stað 60% sem áður var. Breytingarnar gilda í takmarkaðan tíma eða frá 1 mars til og með 31 desember 2020. Ákvæðið kemur til góða bæði fyrir hús- og rekstrarfélög. 

Undir þetta fellur m.a. garðsláttur, gluggaþvottur, djúphreinsun á teppum, þrif á sameign, framkvæmdir innandyra í stigahúsinu og framkvæmdir á ytra byrgði húss, svo eitthvað sé nefnt. Það er um að gera að nýta sér þetta úrræði á meðan það er í boði, t.d. ef eitthvað hefur staðið til eða legið fyrir en ennþá ekki verið framkvæmt. Það munar um minna! 

Hluti af þjónustu Eignareksturs er að sjá um að sækja um alla endurgreiðslu  á virðisaukaskatti sem viðskiptavinir þeirra eiga rétt á. Margt smátt gerir eitt stórt og smáar upphæðir týnist fljótt saman. Stjórn húsfélags fær vitneskju í hvert skipti og bókhaldsdeild okkar fylgir innborgun frá Tollstjóra eftir. 

Eignarekstur aðstoðar viðskiptavini sína við val á framkvæmdaraðilum, boðar til löglegs húsfundar til að taka umræðu um rétta ákvörðun og fer yfir ferlið á faglegum nótum frá A-Ö.  

Við leggjum ríka áherslu á að hugað sé að reglubundnu viðhaldi til lengri tíma og með góðum fyrirvara svo að framkvæmdarsjóður standi sem best þegar kemur að framkvæmdum. Ef ekki er að þessu gætt og ákvarðanir vegna viðgerða og/eða viðhaldsframkvæmda teknar með litlum eða skömmum fyrirvara, getur það hæglega haft neikvæðar afleiðingar í för með sér og komið illa niður á fjárhag heimilanna. Betra er að vanda til verka, ná samstöðu eigenda, gera greiðslu- og framkvæmdaráætlun fyrir hvern aðalfund og fara í hlutina jafnóðum.

Þegar húsfélag stendur frammi fyrir því að fara í viðhaldsmiklar framkvæmdir þá er ferlið yfirleitt á þessa leið:

  1. Boðað til löglegs fundar með eigendum þar sem ástand eignarinnar og viðhald á ytra byrgði er efni fundarins. Á þeim fundi er vaninn sá að stjórn húsfélags fái heimild til að ráða fagaðila og sérfræðinga í að gera ástandsskýrslu og kostnaðarmat á þeim viðgerðum sem standa til. 
  2. Eignarekstur útvegar nokkur tilboð í gerð ástandsskýrslu, stjórn velur úr þeim.
  3. Ástandsskýrsla er síðan kynnt á löglega boðuðum húsfundi þegar hún liggur fyrir. Á þeim fundi er ákvörðun tekin um forgangsröðun viðhaldsverkefna.  
  4. Þegar tilboð í framkvæmdir liggja fyrir þá er boðað til löglegs húsfundar þar sem að tilboð eru lögð fram. Þar eru þau rædd, atkvæði borin upp og haldið atkvæðagreiðslu. Til að einfalda ákvörðun og sjá raundæmið er oft búið að skipta tilboðsupphæðum niður á íbúðir samkvæmt eignarhluta og innistæðu í framkvæmdarsjóði. Ekki er hægt að þessu stigi að vera með nákvæma áætlun á hluta hvers eiganda en hægt er að útfæra í grófum dráttum. 
  5. Að kynningu lokinni er hægt að taka ákvörðun um framhaldið, hvaða tilboði eigi að taka og í framhaldinu fær stjórn húsfélagsins heimild til að skrifa undir samninga við verktaka. 
  6. Greiðsluáætlun um innheimtu framkvæmda fer svo í vinnslu. Hún er í framhaldi send á alla eigendur um leið og hún liggur fyrir. Með þessum hætti geta þeir, sem þurfa að taka lán, lagt hana fyrir viðkomandi fjármálastofnun eða banka tímanlega. 

Ef hlutirnir eru gerið í þessari röð er verið að fyrirbyggja óvæntan kostnað, eigendur eru allir vel upplýstir og greiðsludreifing inn í framkvæmdarsjóð vegna innheimtu á framkvæmdum fyrirfram verður jafnari fyrir eigendur. 

 

Eignarekstur aðstoðar sína viðskiptavini við framkvæmdaferlið, veitir ráðgjöf við val á framkvæmdaraðilum og fjármálaráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. 

Hægt er að senda erindi og/eða óska eftir tilboðum frá fagaðila í ástandsmat og kostnaðaráætlanir vegna viðhaldsframkvæmda með því að senda tölvupóst á þjónustuvdeild okkar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., senda beiðni í þjónustugáttina, skrifa skilaboð í netspjallið eða hringja í síma 566-5005.