Nú er sá tími genginn í garð að húsfélög séu farin að huga að framkvæmdum næsta sumars. Viðhaldsframkvæmdir er einn mikilvægasti þáttur í starfi húsfélags og er lykilþátturinn undirbúningur og skipulag. En hvað er átt við með góðum undirbúningi?
Starfsfólk Eignarekstur hefur tekið saman nokkur hagnýt ráð:
- Undirbúa þarf framkvæmdir tímanlega, hugsanlega með úttekt á ástandi ytra byrðis og val á verktökum.
- Ákveða þarf hvort ráða skuli eftirlitsaðila með framkvæmdunum og gæta þess að verksamningar séu gerðir.
- Algengt er að húsfélög láti framkvæma heildarútekt á öllu ytra byrði til að fá yfirsýn yfir ástand hússins í heild sinni. Slíka úttekt þarf að leggja fyrir eigendur til ákvörðunar á húsfundi sem tekur afstöðu um næstu skref.
Eignarekstur aðstoðar húsfélög við að taka skrefið, þ.m.t. fá tilboð í framkvæmdir, boða til löglegs húsfundar/framkvæmdafundar þar sem niðurstöður útboða eru kynntar tengt fyrirhuguðum framkvæmdum og tillaga borin upp til atkvæðagreiðslu fundarmanna. Smávægileg mistök geta skapað gífurlegt tjón og mikla eftirvinnslu við leiðréttingar ef ekki er rétt að málum staðið og öllum lagalegum skilyrðum mætt.
Húsfélög eru hvött til að:
• Safna í framkvæmdarsjóð til að eiga fyrir minni framkvæmdum og minnka þar með fjárhagslegt högg eigenda í stærri framkvæmdum. Vert er að hafa í huga að það geta komið upp ýmsir óvissuþættir inn í verkefnið á leiðinni eins og vanskil einstaklinga.
• Sinna viðhaldi og bíði ekki of lengi. Ef upp kemur leki eða annað sem skemmir hratt út frá sér er stjórn skylt samkvæmt fjöleignahúsalögum að bregðast við aðkallandi framkvæmdum. Eigendum eru gefin ýmis úrræði til að sinna framkvæmdum sjálf, sinni húsfélagið ekki skyldum sínum.
• Útvega verktaka sem annast getur viðgerðina eins fljótt og hægt er. Eignarekstur er með fjölbreytta og trausta verktaka á skrá til að annast slík mál.
Umfangsmeiri viðhaldsframkvæmdir
Við stærri framkvæmdir getur undirbúningur og ákvarðantaka jafnan tekið umtalsverðan tíma. Stjórn húsfélags ásamt eigendum í húsfélaginu þurfa að vega og meta hversu umfangsmikil viðhaldsþörfin er hverju sinni, í hvaða forgangi framkvæmdin er og hver fjárhagsstaða húsfélagsins sé. Mikilvægt er að vanda vel til verka. Erfitt getur reynst að finna tíma sem hentar öllum eigendum fjárhagslega en mikilvægast er að hafa í huga að biðin getur orðið dýrkeypt. Því er ráðlagt að bíða ekki. Ef húsfélög eru tímanlega að halda fund og samþykkja tilboð eiga þau frekari kost á að tryggja sér verktaka á áætluðum tíma.
Lögfræðilega er mikilvægt að húsfundunum sé sinnt og skipulag þeirra sé gaumgæfilegt ef forða skal vandræðum við innheimtu framkvæmdakostnaðar.
Til þess að fundur teljist löglegur þarf að:
• senda fundarboð á alla þinglýsta eigendur með minnst 4 og mest 20 daga fyrirvara.
• gæta þess að orðalag sé skýrt og fram komi til hvaða atriða skuli taka afstöðu til.
Þegar ástandsskýrsla er kynnt er jafnan tekin ákvörðun um:
• forgangsröðun viðhaldsverkefna
• að fara í útboð
• að finna aðila til að annast eftirlit með framkvæmdum
• að veita stjórn eða höfundi ástandsskýrslunnar umboð til að afla tilboða í verkið
• hvort fara skuli í auka söfnun í framkvæmdunum
Vantar þig aðstoð?
Starfsfólk Eignareksturs hefur gríðarlega reynslu þegar kemur að framkvæmdum. Við höfum aðstoðað þúsundir viðskiptavina með allt ferlið um árabil. Í þjónustudeild okkar starfa 5 starfsmenn við að sinna hinum ýmsu málum fyrir húsfélög og eru til þjónustu reiðubúin.
Eignarekstur er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í faglegri og persónulegri húsfélagaþjónustu. Við bjóðum viðskiptavinum upp á mínar síður, netspjall, verkbeiðnakerfi, CRM kerfi og framúrskarandi þjónusta með því að svara öllum beiðnum samdægurs. Eignarekstur sérhæfir sig í eignaumsjón fyrir húsfélög í nær 10 ár.
Hafðu samband:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 566 5005