Skrifstofur Eignareksturs eru staðsettar á Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík
Opnunartími virka daga kl.9:00-16:00.
Síminn er opinn virka daga kl.10-12/13-15.
Bókhald
Bókhald er nákvæmnisvinna sem ætti að einkennast af skipulagi og gegnsæi. Við berum hag húsfélagsins í brjósti og erum með lausnir sem leiða til lægri húsgjalda fyrir íbúa.
Þjónusta
Við erum með persónulega þjónustu og bjóðumst til að gera alla þessa litlu hluti sem þarf til að sinna sameign, lóðinni og þeim tilkynningum og hugmyndum sem íbúar í fjöleign vilja koma frá sér.
Ráðgjöf
Okkar þekking, iðjusemi og lausnir skila sér í lægri kostnaði á aðkeyptri þjónustu fyrir húsfélög. Við tengjum þig við réttu aðilana, leitum tilboða og tryggjum skilvirkni í framkvæmd.
Hreinsunardagar og algeng útiverkefni
Aðalfundartörn lokið - látum gott af okkur leiða
Algeng umræða á aðalfundum
Umboðsform sem veitir aðila umboð fyrir því að boða og sjá um aðalfundi og húsfundi húsfélaga.
Umsagnir viðskiptavina
Við þurftum á hæfni og heiðarleika að halda við rekstur húsfélagsins. Gengið var til samninga við Eignarekstur í byrjun sumars 2017. Voru strax ráðnir verktakar í ræstingar og sorphirðu, með meira en helmings sparnaði í samanburði við það sem áður var. Á aðalfundi í febrúar 2018 sýndi ársreikningurinn augljós batamerki og gefur hann góð fyrirheit um framhaldið.
Eignarekstur tók við okkar húsfélagi í ársbyrjun 2016 en þá var húsfélagið skuldsett og það þurfti að koma hlutunum í lag eins fljótt og hægt var. Eignarekstur tók til hendinni, gerði plan fyrir okkur og reddaði málunum þvílíkur léttir og erum við í góðum málum í dag. Eignarekstur sér um öll okkar mál hvort sem þau eru stór eða smá, reksturinn hefur aldrei verið í svona góðum málum og höndum eftir að Eignarekstur tók við okkur. Við mælum 100% með þeirra framúrskarandi og persónulegu þjónustu.
Eignarekstur tók við húsfélaginu okkar í árslok 2015, húsfélagið var skuldsett og leysa þurfti úr málum. Eignarekstur tók strax til hendinni og kom málunum í lag. Þau hjá Eignarekstri veita persónulega og framúrskarandi þjónustu og auðvelt er að eiga samskipti við þau. Mæli 100% með þeim!
Áður en Eignarekstur tók við var húsfélagið mjög illa statt og skuldir miklar. Strax og Eignarekstur tók við var farið strax í að vinna úr málunum og höfum við aldrei verið ánægðari með þjónustuna. Mæli hiklaus með þeim, traust og góð þjónusta.
Rekstur húsfélagsins okkar hefur aldrei verið eins góður. Vel er haldið utanum hlutina og okkur veitt afskaplega góða persónulega þjónustu. Eignarekstur sá um að láta setja upp myndavélakerfi sem við erum mjög ánægð með. Eftir það hafa engin innbrot verið framin, umgengi er mun betri og öryggistilfinning meðal íbúa er miklu meiri. Ég mæli tvímælalaust með Eignarekstri. Þeir vinna faglega, leysa vandamálin og bera hag húsfélagsins í brjósti.
Við hér á Daggarvöllum eru í 48 íbúða húsi. Mikil vinna fellst í því að halda utanum allt sem þarf eins og að leita tilboða í þau verk sem þarf að framkvæma, garðslátt, þrif, málun, lesa af mælum OR, koma boðum til íbúa, og svona mætti lengi telja. Allt þetta og fleira til þurfum við ekki að hafa áhyggjur yfir í dag! Við fengum okkur það sem best var að taka inn þjónustu Eignareksturs. Mæli algjörlega með að bæði lítil sem stór húsfélög fái sér þessa húsfélagaþjónustu, þjónustan er algjörlega til fyrirmyndar, svör og góð vinna til sóma.
Eignarekstur hefur synt húsfélaginu okkar síðan í byjun árs 2016. Þegar um margar íbúðir í einu húsfélagi er að ræða getur verið erfitt að framkvæma og halda utan um fjármál. Það er mikill léttir að fá fagfólk til aðstoðar við reksturinn. Viðmót starfsmanns hefur einkennst af fagmennsku og jákvæðni, og samstarf verið gott. Þetta er það sem þurfti til að koma rekstri húsfélagsins í lag.
Við sjáum ekki eftir því að hafa fengið Eignarekstur í að sjá um okkar mál hjá húsfélaginu. T.D. þá báðum við Eignarekstur um að fá tilboð í málningarvinnu fyrir stigagang hjá okkur og fóru þau strax í verkið, það er mikill munur að þurfa ekki að hugsa um að hringja út og suður eftir tilboðum. Svo er líka svo gott að þurfa ekki að hugsa um reikningana um hver mánaðarmót!
Frábær og örugg þjónusta...snögg að bjarga málunum og ekkert virðist vera vandamál... gengið er beint í málin og þau kláruð.... mæli 100% með Eignarekstri.
Eignarekstur hefur séð um rekstur húsfélagsins síðan í ársbyrjun 2013, hefur unnið frábært starf og er rekstur félagsins til fyrirmyndar. Gef ég Eignarekstri mín bestu meðmæli fyrir hönd leigufélagsins Valla 15.
Húsfélag Efstahjalla 1-25 hefur verið í þjónustu hjá Eignarekstri síðan árslok 2017. Húsfélagið hefur fengið góða, persónulega og lausnamiðaða þjónustu.
Öll þau margvíslegu verkefni sem Eignarekstri hefur verið falið að leysa fyrir húsfélagið hafa verið leyst með mikilli prýði, s.s. ráðgjöf varðandi lög um húsfélög, viðhaldsverkefni, útboð og aðstoð við gerð einsaskiptasamninga, viðhaldsverkefna sem og fjársýsla fyrir húsfélagið.
Þá ber að nefna aðstoð við húsfundi og fundarstjórnun sem hefur verið mjög fagmannleg og hefur létt mjög álagið á stjórn húsfélagsins.
Við mælum með Eignarekstri.
Húsfélagið er í öruggum höndum aðila Eignareksturs og ég mæli hiklaust með að vera í viðskiptum við þau. Ég met það til bættra lífsgæða að annast bókhald húsfélagsins og ekki síst að halda aðalfundinn með öllu því sem honum tilheyrir. Eignarekstur heldur fundi með frábærri framsetningu og góðum undurbúningi. Það er skoðun mín að ef upp kemur ágreiningur í húsfélaginu sé best að fá þriðja aðila eins og fagaðila hjá Eignarekstri til að koma að málinu leiða með lagalegum rökum málin til að lykta og eyða út persónulegum skætingi sem hefur grafið um sig í samfélaginu, ósætti er ekki versta böl samfélagsins. Eins og spakmæli segja: Ekkert jafnast á við að búa í sátt og samlyndi.